Um skylduskil

Meginhlutverk Kvikmyndasafns Íslands skv. er að varðveita skyldueintök kvikmynda samkvæmt lögum nr 20/2002 um skylduskil til safna og hafa eftirlit með skylduskilum kvikmyndaefnis. Stofnunin safnar, skrásetur og varðveitir íslenskar kvikmyndir, samvinnuverkefni íslenskra og erlendra aðila og erlendar kvikmyndir sem teknar hafa verið á Íslandi.

Skilaskylda íslenskrar kvikmyndar hvílir á framleiðanda hennar.

Sjá lög um skylduskil:

Hverju á að skila?

Kvikmynd sem gefin hefur verið út til sýningar í kvikmyndahúsi, sjónvarpi, á diskum eða á neti skal afhenda Kvikmyndaafni Íslands til varðveislu eins fljótt og auðið er eftir að framleiðslu lýkur.

Sjá skil á ítarefni

Uppsetning skila

Afhenda skal efnið á eSata eða USB3 diskum, sem sækja má að afritun lokinni sé þess óskað. Við afhendingu kvikmyndar þarf framleiðandi að ábyrgjast afhendinguna með undirritun móttökuskjals Kvikmyndasafnsins.

Nánari upplýsingar um skilaskyldu má finna í Lögum um skilaskyldu og tilheyrandi reglugerð. Einnig er stuðst við III. kafla Kvikmyndalaga nr. 137/2001. Hér er hægt að hala niður möppukerfi til að einfalda skilin

Praktískar upplýsingar

Kvikmynd samkvæmt lögum um skylduskil

Kvikmynd merkir í lögum um skylduskil hvers kyns hreyfimyndaefni án tillits til þess með hvers konar tækni eða aðferðum það er framleitt og íslensk kvikmynd er kvikmynd sem unnin er og kostuð af íslenskum aðilum eða í er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.

Ábyrgð framleiðanda

Skilaskylda íslenskrar kvikmyndar hvílir á framleiðanda hennar. 

Skila þarf hráefni

Athugið að safnið tekur aðeins við hráefni útgefinna bíómynda en ekki hráefni annarra mynda. Vinsamlegast skilið eingöngu því efni sem óskað er eftir nema sérstök ástæða þyki til og hún borin undir Kvikmyndasafn Íslands áður en efni er skilað.

Utanumhald og verndun

Efni skal vera listað upp og vel merkt. Kvikmyndir framleiddar í hinu stafræna umhverfi nútímans eru ekki í minni hættu gagnvart eyðingaröflunum en kvikmyndafilmur fortíðarinnar. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir kvikmyndagerðarmönnum að halda vel utan um allar skár sem tilheyra kvikmyndagerð þeirra. Æskilegt er að gengið sé frá skilum á meðan unnið er við eftirvinnslu kvikmyndarinnar til að tryggja aðgang að tölvuskrám hennar og tilheyrandi diskum.

eSata eða USB3

Afhenda skal efnið á eSata eða USB3 diskum, sem sækja má að afritun lokinni sé þess óskað.

Framleiðandi ábyrgist afhendingu

Við afhendingu kvikmyndar þarf framleiðandi að ábyrgjast afhendinguna með undirritun móttökuskjals Kvikmyndasafnsins.

Sjá lög um skilaskyldu

Nánari upplýsingar um skilaskyldu má finna í Lögum um skilaskyldu og tilheyrandi reglugerð. Einnig er stuðst við III. kafla Kvikmyndalaga nr. 137/2001

Nánari upplýsingar

Fyrirspurnir um skilaskyldu má senda á netfang: ester@kvikmyndasafn.is eða í síma: 565-5993

Hafa samband

  • Kvikmyndasafn Íslands Opnunartími Opnunartími

    Mán-fim: 10.00-16.00
    Fös: 10.00-14.00

  • Kvikmyndasafn Íslands Netfang Tölvupóstfang

  • Kvikmyndasafn Íslands Símanúmer Símanúmer

    +354 565 5993