Skil á tónlistarmyndbandi

Kvikmyndasafn Íslands vill leggja sérstaka áherslu á að safna íslenskum tónlistarmyndböndum. Nú á tímum örra tæknibreytinga, er afar mikilvægt að koma þessum merku menningarminjum, sem tónlistarmyndbönd eru, í örugga varðveislu.

Hafa samband

Bestu mögulegu gæði

Við óskum eftir að fá eina útgáfu af hverju myndbandi í bestu mögulegu gæðum.
Mikilvægt er að senda okkur orðsendingu um,

  • Leikstjóra myndbandsins:
  • Nafn lags:
  • Nafn hljómsveitar:
  • Nöfn meðlima hljómsveitarinnar
  • Nöfn klippara, kvikmyndatökufólks eða annarra aðstandenda.

Myndböndum er hægt að skila rafrænt með því að hlaða þeim upp á SFTP þjón safnsins, vinsamlegast sendið línu á Ester (ester@kvsi.is) sem sendir tengil um hæl. Það má einnig skila efni á hörðum diski, við tökum þá afrit og skilum disknum jafnharðan.

Senda póst