Skil á almennu efni

Kvikmyndasafn Íslands kallar eftir og þiggur með þökkum kvikmyndaefni sem fellur ekki undir skilaskyldu en hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir land og þjóð. Safnið tekur móti efni frá ýmsum aðilum til dæmis:

  • Öðrum opinberum stofnunum
  • Ýmsum hreyfingum og samtökum
  • Fyrirtækjum
  • Dánarbúum
  • Sendiráðum

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga við skil á efni:

  • Safnið tekur fyrst og fremst á móti gömlu frumefni, til dæmis efni sem finnst í dánarbúum.
  • Safið tekur ekki á móti afritum á spólum svo sem upptökum úr sjónvarpi, gömlum vídeómyndum eða öðrum afritum.
  • Óskað eftir eins nákvæmri lýsingu á efninu eins og hægt er miðað við aðstæður.
  • Æskilegt er að sá sem afhendir/rétthafi gefi leyfi til grisjunar efnis þegar við á. Grisjun er ávallt studd faglegum rökum og í samræmi við gildandi lög um Kvikmyndasafn Íslands.
  • Vinsamlegast sendið inn formlegt erindi með lýsingu á því sem óskað er eftir að skila á netfangið bjorn@kvikmyndasafn.is og Kvikmyndasafn sendir þá svar til baka um hæl.

Eftir móttöku

Þegar kvikmyndaefni er gefið til Kvikmyndasafnsins verða myndirnar geymdar við skilyrði sem tryggja lengstu mögulegu varðveislu. Við móttöku er kvikmyndaefnið skráð, annað hvort hvert fyrir sig eða sem eitt safn. Filmum er endurpakkað í geymslukassa.

Höfundaréttur breytist ekki þegar kvikmynd er send til Kvikmyndasafns Íslands, nema um annað sé samið. Gjafara er heimilti að færa réttindi innsendra kvikmynda til Kvikmyndasafns Íslands ef gjafinn er öruggur um að hann(hún eigi réttinn.

Kvikmyndasafnið hefur leyfi til að vinna með og nota allt efni sem það geymir innan safnsins. Efni er ekki afhent öðrum nema með leyfi rétthafa.

Kvikmyndasafnið áskilur sér rétt til að farga afritum eða afklippum eða skila þeim til afhendar aftur sé þess sérstaklega óskað.

Senda póst

Varanleg varðveisla

Allt efni sem kemur til varðveislu á Kvikmyndasafn Íslands fer í varanlega varðveislu. Frumefni er ekki afhent aftur (nema við sérstakar aðstæður) en hægt er að fá stafrænt afrit af því efni sem óskað er eftir skv. samningi og/eða gjaldskrá safnsins.

Samningur um afhendingu