Skil á almennu efni

Kvikmyndasafn Íslands þyggur með þökkum filmuefni frá almenningi hafi efnið menningarsögulegt gildi fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að senda erindi til safnsins áður en komið er með efni á staðinn.

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga við skil á efni:

  • Safnið tekur fyrst og fremst á móti gömlu frumefni, til dæmis efni sem finnst í dánarbúum.
  • Safið tekur ekki á móti afritum á spólum svo sem upptökum úr sjónvarpi, gömlum vídeómyndum eða öðrum afritum.
  • Óskað eftir eins nákvæmri lýsingu á efninu eins og hægt er miðað við aðstæður.
  • Æskilegt er að sá sem afhendir/rétthafi gefi leyfi til grisjunar efnis þegar við á. Grisjun er ávallt studd faglegum rökum og í samræmi við gildandi lög um Kvikmyndasafn Íslands.
  • Vinsamlegast sendið inn formlegt erindi með lýsingu á því sem óskað er eftir að skila á netfangið afgreidsla@kvikmyndasafn.is og Kvikmyndasafn sendir þá svar til baka um hæl.

Varanleg varðveisla

Allt efni sem kemur til varðveislu á Kvikmyndasafn Íslands fer í varanlega varðveislu. Frumefni er ekki afhent aftur (nema við sérstakar aðstæður) en hægt er að fá stafrænt afrit af því efni sem óskað er eftir skv. gjaldskrá safnsins (sjá á kvikmyndasafn.is).

Samningur um afhendingu