Eftir móttöku
Þegar kvikmyndaefni er gefið til Kvikmyndasafnsins verða myndirnar geymdar við skilyrði sem tryggja lengstu mögulegu varðveislu. Við móttöku er kvikmyndaefnið skráð, annað hvort hvert fyrir sig eða sem eitt safn. Filmum er endurpakkað í geymslukassa.
Höfundaréttur breytist ekki þegar kvikmynd er send til Kvikmyndasafns Íslands, nema um annað sé samið. Gjafara er heimilti að færa réttindi innsendra kvikmynda til Kvikmyndasafns Íslands ef gjafinn er öruggur um að hann(hún eigi réttinn.
Kvikmyndasafnið hefur leyfi til að vinna með og nota allt efni sem það geymir innan safnsins. Efni er ekki afhent öðrum nema með leyfi rétthafa.
Kvikmyndasafnið áskilur sér rétt til að farga afritum eða afklippum eða skila þeim til afhendar aftur sé þess sérstaklega óskað.
Senda póst