Leiðbeiningar
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hverju á að skila og möppukerfi sem þú hleður niður á tölvuna þína til að einfalda ferlið. Þú setur svo skrárnar í möppurnar samkvæmt heiti þeirra.
Vinsamlegast byrjaðu á því að fylla út eyðublaðið hér. Blaðið sendist á ester@kvikmyndasafn.is. Hafi þessu eyðublaði þegar verið skilað til Kvikmyndamiðstöðvar er nóg að láta sama eyðublað fylgja þessum skilum. Myndum skal skilað rafrænt hér eða á hörðum diskum.
Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að skila efni fyrir hverja mynd vel merktu og aðgreindu í möppur á hörðum diski. Þetta þarf einnig að gera þegar skilað er rafrænt. Óskað er eftir skrám sem tilheyra öllum yfirflokkum tilgreindum hér neðar (sem eru feitletraðir). Eingöngu þarf að skila skrám sem gerðar voru við framleiðslu myndarinnar.