Sjónvarpsefni

Skil á kvikmyndaefni til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands eru nú sameiginleg og skilist allt efni til við lok framleiðslu myndar til Kvikmyndasafns Íslands.

Framleiðandi skal skila neðangreindum gögnum til Kvikmyndasafns Íslands um leið og þau eru tiltæk og ekki síðar en 6 mánuðum eftir frumsýningu. Sé hann styrkþegi Kvikmyndamiðstöðvar fær hann kvittun frá Kvikmyndasafninu, innan viku frá skilum, sem staðfestir að um fullnægjandi skil sé að ræða. Framleiðandi getur þá framvísað þeirri kvittun til Kvikmyndamiðstöðvar og fengið lokagreiðslu framleiðslustyrks.

Leiðbeiningar

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hverju á að skila og möppukerfi sem þú hleður niður á tölvuna þína til að einfalda ferlið. Þú setur svo skrárnar í möppurnar samkvæmt heiti þeirra.

Vinsamlegast byrjaðu á því að fylla út eyðublaðið hér. Blaðið sendist á ester@kvikmyndasafn.is. Hafi þessu eyðublaði þegar verið skilað til Kvikmyndamiðstöðvar er nóg að láta sama eyðublað fylgja þessum skilum. Myndum skal skilað rafrænt hér eða á hörðum diskum.

Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að skila efni fyrir hvert kvikmyndaverk merktu og aðgreindu í möppur á hörðum diski. Þetta þarf einnig að gera þegar skilað er rafrænt. Óskað er eftir skrám sem tilheyra öllum yfirflokkum tilgreindum hér neðar (sem eru feitletraðir). Eingöngu þarf að skila skrám sem gerðar voru við framleiðslu myndarinnar.

Harður diskur

Harður diskur eða flakkari merktur nafni myndarinnar og framleiðanda. Hér að neðan er tilgreint hvaða stafrænu gögnum þarf að skila á þessum diski eða rafrænt. Diskinn getur framleiðandi fengið til baka að afritun og skráningu lokinni.

Skilamöppur fyrir MAC

Skilamöppur fyrir PC

Eftirfarandi er listi yfir þau gögn sem þurfa að vera á skiladiski eða skilast rafrænt..
Frummaster

Stafrænn master 24/25 fps (ProRes 4444). Tvær skrár.

  • Skrá af lokaútgáfu kvikmyndarinnar án texta, litgreind; 1920 x 1080, að minnsta kosti 10- bit, lossless, 4:4:4 skrá (t.d. Apple ProRes, Material Exchange Format, MFX, svo sem Avid DNxHD 4:4:4) auk viðeigandi hljóðrása. Verði myndin verið sýnd í 4K skulu þessar skrár vera 4K.
Hljóðskrár - lokamix
  • STERIO (MIX, M&E, STEMS) 
  • 5.1 (MIX, M&E, STEMS) (ef það er til)
Sýningareintök
  1. QT sýningareintök (t.d, H.264) (Íslensk útgáfa og enskur texti) 
  2. Myndin öll t.d. MP4, H.264 í Blu-ray gæðum: 1080. mp4, 30-50 Mbit/s, (tvö eintök, með og án texta).
Netsýningareintök
  • Netstreymisskrár: 1080. mp4, 5 Mbit/s, með og án innbrenndum enskum texta.
Stiklur, sýnishorn

Stikla, sýnishorn Master (ProRes 4444). 1920 x 1080. Án ensks texta.

Stikla, sýnishorn (QT H264 eða mp4). Með enskum texta og án texta í 575 x 325 MP4 upplausn (ekki stærri en 50 mb)

Önnur gögn

Textar:

  1. Kvikmyndahandrit (Lokaútgáfa handrits) (srt)
  2. Upphafs- og lokatitlar (kreditlistar) (á þeim tungumálum sem hafa verið notuð)
  3. Neðanmálstextar (srt) Tímakóðaðar enskar og íslenskar textaskrár

Stillur úr myndinni (TIFF). )  Lágmarks upplausn 1080 x 1920 og 300 dpi. Bæði í RGB og CMYK litakerfi. Taka skal fram hvaða 3 stillur henti sem aðalmyndir myndarinnar.

Ljósmyndir af leikstjóra; aðalpersónum; frá tökum kvikmyndar (nafn ljósmyndara)

Réttindaframsal á ensku (vegna ljósmynda). Þar lýsir framleiðandi því yfir að hann eigi rétt til notkunar myndanna og heimili KMÍ og KVSÍ að nota þær í kynningu á myndinni hérlendis og erlendis án þess að til komi greiðsla

Veggspjöld (stafræn). Stafrænir masterar af plakötum á TIFF formi og plaköt á PDF formi, á ensku og íslensku (eftir því sem við á).

RAFRÆN SKIL

Hér má finna möppurnar sem nota þarf til að setja viðeigandi skrár í ásamt eyðublaði sem þarf að skilast útfyllt með öllum skilum.