Leiðbeiningar um skil í gegnum Filemail

Tengill á rafræn skil ásamt möppum til að raða í viðeigandi tölvuskrám.

Forritið sem Kvikmyndasafn Íslands notar fyrir stafræn skil heitir Filemail, sjá hér. Mælt er með því að þeir sem skili rafrænt noti netvafrann Chrome en hann má nálgast hér. Filemail mælir með að fólk sæki filmail desktop-forrit þeirra, sem er frítt en það má nálgast hér. Gott að hafa í huga að stafræn skil geta aldrei gengið hraðar fyrir sig en nettenging skilanda býður upp á.

Að þessu sögðu er því best, ef um er að ræða full skil með mörgum stórum skrám og viðkomandi er á höfuðborgarsvæðinu, að safna þeim í viðeigandi möppur safnsins, sem má nálgast hér og skila til okkar á Kvikmyndasafnið á hörðum diski sem hægt er að fá aftur eftir afritun og frágang. Ef þú ákveður að skila stafrænt getur verið gott að skipta möppunum upp í nokkrar sendingar eftir umfangi en passa bara að titill kvikmyndar sé ávallt í subject.

Til: ester@kvikmyndasafn.is
Frá: Þitt netfang
Subject: Titill kvikmyndar

Hér fyrir neðan er skjáskot af skilasíðu Filemail. Skrifað hefur verið í línurnar hvað á að koma fram hvar. Að endingu eru skilamöppur dregnar inn í drop files/folders here. Enn er áréttað að ef um full skil er að ræða er réttast að skila ekki öllum möppum saman í einni sendingu, heldur skipta þeim upp og senda frekar í nokkrum áföngum. Alltaf er hægt að hringja á Kvikmyndasafnið og kalla eftir nánari skýringum hjá Ester Bíbí.