Nýjustu rannsóknir á Kvikmyndasafni Íslands
Í ársbyrjun árið 2021 hlaut Kvikmyndasafn Íslands viðurkenningu safnaráðs og sótti í kjölfarið um öndvegisstyrk til rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands. Safnið hlaut 12 milljón króna styrk sem dreifðist á árin 2021-2023 og réð Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnema, í rannsóknir á safninu. Styrkurinn er eyrnamerktur rannsóknum á fyrstu kvikmyndagerðarmönnum landsins, Kjartani Ó. Bjarnasyni, Vigfúsi Sigurgeirssyni og Ósvaldi Knudsen. Rannsóknum á Vigfúsi Sigurgeirssyni fer senn að ljúka og mun þá Ósvaldur vera næstur í röðinni. Hér á síðunni má finna greinar er tengjast þessum rannsóknum á safninu og jafnframt öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið af öðrum starfsmönnum.