Velkomin á Kvikmyndasafns Íslands.

Hér má finna helstu upplýsingar um starfsemi safnsins, hlutverk og þjónustu. Kvikmyndasafn Íslands fer í starfi sínu að siðareglum Alþjóðaráðs safna og Alþjóða­samtaka kvikmyndasafna, ICOM og FIAF.

Um okkur
scroll down

Sameiginleg skil kvikmynda til safns og miðstöðvar

Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands vinna nú að því að hægt verði að skila myndum til beggja aðila samtímis. Hingað til hefur kvikmyndaframleiðendum sem hafa hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði verið gert að skila efni til Kvikmyndamiðstöðvar til þess að geta fengið styrki greidda út, og jafnframt að skila efni skv. lögum um skilaskyldu til Kvikmyndasafns Íslands. Til þess að einfalda ferlið er unnið að lausn um sameiginleg skil. Kvikmyndasafn og Kvikmyndamiðstöð hafa átt tvo fundi um þetta og unnið er að aðlögun ýmissa atriða milli stofnananna tveggja. Það er von okkar að þessi tilhögun verði komin í gagnið fyrir næstu áramót.

Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur samið við Det Danske Filminstitut um smíði á síðunni „Ísland á filmu“ sem er sprottið af verkefninu „Danmark på film“ þar sem danskur almenningur getur skoðað stuttar kvikmyndir alls staðar af landinu og sent inn fróðleiksmola. Kvikmyndasafn Íslands fær að nýta gagnagrunn  danska verkefnisins fyrir Ísland, en smíðuð verður sérsíða þar sem Ísland er í forgrunni. Á síðunni verða birt gömul kvikmyndabrot víðs vegar að af landinu sem verða smám saman sett inn um leið og þau koma upp í skönnun og efnisgreiningu á filmum safnsins. Gert er ráð fyrir að verkefnið fari í loftið í gegnum heimasíðu safnsins vorið 2020

 

 

Úr fórum safnsins

Hér er hluti úr gullfallegri mynd af strætisvögnum Reykjavíkur frá árinu 1966. Talið er að Franz Pétursson hafi tekið myndina. Kvikmyndin var tekin skömmu áður en skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð. Smellur á læk ef þér líkar efnið. Njótið.

Sjá efni:

Hafa samband