Velkomin á Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað streymisvefinn Ísland á filmu þar sem almenningi í fyrsta sinn opnaður aðgangur að mörgum fágætum gullmolum í vörslu safnsins.

Opna Ísland á filmu
scroll down

Ísland á filmu opnar

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar.

 

 

Sameiginleg skil kvikmynda til Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasafns

Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands hafa unnið að því undanfarið ár að skil á kvikmyndum verði sameiginleg til beggja stofnana. Hingað til hefur kvikmyndaframleiðendum sem hafa hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði verið gert að skila ákveðnu efni til Kvikmyndamiðstöðvar til þess að geta fengið styrki greidda út, og jafnframt að skila ítarlegra efni skv. lögum um skilaskyldu til Kvikmyndasafns Íslands. Til þess að einfalda ferlið og auðvelda skil hafa stofnanirnar tvær komist að niðurstöðu um sameiginleg skil og eru fyrstu skil í þessu nýja farin af stað.  Það er von okkar að þetta fyrirkomulag verði til hagræðingar fyrir kvikmyndagerðarmenn og efli skilvirkni í söfnun kvikmynda til langtíma varðveislu.

Úr fórum safnsins

Hér er hluti úr gullfallegri mynd af strætisvögnum Reykjavíkur frá árinu 1966. Talið er að Franz Pétursson hafi tekið myndina. Kvikmyndin var tekin skömmu áður en skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð. Smellur á læk ef þér líkar efnið. Njótið.

Sjá efni:

Hafa samband