Sameiginleg skil kvikmynda til Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasafns

Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands hafa unnið að því undanfarið ár að skil á kvikmyndum verði sameiginleg til beggja stofnana.

Hingað til hefur kvikmyndaframleiðendum sem hafa hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði verið gert að skila ákveðnu efni til Kvikmyndamiðstöðvar til þess að geta fengið styrki greidda út, og jafnframt að skila ítarlegra efni skv. lögum um skilaskyldu til Kvikmyndasafns Íslands. Til þess að einfalda ferlið og auðvelda skil hafa stofnanirnar tvær komist að niðurstöðu um sameiginleg skil og eru fyrstu skil í þessu nýja farin af stað.  Það er von okkar að þetta fyrirkomulag verði til hagræðingar fyrir kvikmyndagerðarmenn og efli skilvirkni í söfnun kvikmynda til langtíma varðveislu.

 

Sjá Kvikmyndamiðstöð >