Viðurkenning safnaráðs er mikilvægt skref og fæst að uppfylltum skilmálum varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf. Auk þess skal safnið starfa í samræmi við siðareglur Alþjóðaráðs safna og ákvæði laga þess. Eingöngu viðurkennd söfn geta orðið ábyrgðarsöfn. Markmiðið með viðurkenningunni er að efla starfsemi safna við varðveislu menningar- og náttúruarfs Íslands, tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða, veita fólki aðgang að honum og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Þetta þýðir meðal annars að safnið er tekið út árlega og fylgst með því að öll fjölmörg skilyrði séu uppfyllt. Viðurkenning safnaráðs er forsenda þess að söfn geti sótt um styrki úr safnasjóði og hefur Kvikmyndasafn Íslands þegar sent inn slíkar umsóknir fyrir sérhæfð verkefni innan safnsins.
Kvikmyndasafn Íslands hlýtur viðurkenningu Safnaráðs
Kvikmyndasafn Íslands hefur nú hlotið viðurkenningu Safnaráðs og er því orðið viðurkennt safn með samþykki mennta- og menningarmálaráðherra.