Kvikmyndasafn Íslands er stofnun ársins 2024

Kvikmyndsafn Íslands hlaut titilinn Stofnun ársins í gær.

Kvikmyndsafn Íslands hlaut titilinn Stofnun ársins í gær. Tvö síðastliðin ár hefur safnið hlotið titilinn Fyrirmyndarstofnun en þann titil hljóta þær stofnanir sem eru í einu af fimm efstu sætunum. Stofnun ársins er svo sú sú stofnun sem er í efsta sæti. Sameyki stendur að þeirri könnun sem send er út og er undirstaða titilsins en mældir eru ákveðnir þættir í starfi stofnunarinnar og þeir eru: stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Frekari upplýsingar má finna hér.