Safnið

Um Kvikmyndasafn Íslands

Lagalegt hlutverk Kvikmyndasafns Íslands er margþætt. Meginhlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir; hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis samkvæmt lögum um skylduskil til safna og standa fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist. Jafnframt gegnir safnið því hlutverki að sjá um viðhald og endurgerðir á kvikmyndum safnsins og skapa fræðimönnum og fagmönnum aðstöðu til að stunda kvikmyndafræðilegar rannsóknir.

Skylduskil á kvikmyndum

Kvikmyndasafn Íslands er eitt af þriggja varðveislusafna landsins. Eitt helsta hlutverk þess er að varðveita íslenskan kvikmyndaarf og hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis. Stofnunin safnar, skrásetur og varðveitir íslenskar kvikmyndir, samvinnuverkefni íslenskra og erlendra aðila og erlendar kvikmyndir sem teknar hafa verið á Íslandi. Kvikmynd sem gefin hefur verið út til sýningar í kvikmyndahúsi, sjónvarpi, á diskum eða á neti skal afhenda Kvikmyndaafni Íslands til varðveislu eins fljótt og auðið er eftir að framleiðslu lýkur.

Skil á öðru efni

Kvikmyndasafn Íslands tekur í sumum tilfellum á móti kvikmyndaefni sem ekki er skilaskylt, hafi það sögulegt/menningarlegt gildi og íslenskar tilvísanir. Safnið tekur eingöngu efni til varanlegrar varðveislu, en geymir ekki efni fyrir einstaklinga eða stofnanir. Gott er að senda erindi á safnið ef óskað er eftir því að leggja efni inn á safnið til varanlegrar varðveislu. Erindið er tekið til skoðunar og því svarað eins fljótt og auðið er.
Komdu í heimsókn
Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Opið virka daga
mán. - fim. 10:00 - 16:00
fös. 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023