Loftlagsstefna

Tilgangur

  • Kvikmyndasafn Íslands ætlar að vera til fyrirmyndar í loftslags- og samgöngumálum. Safnið vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og stefnir á að hafa umhverfisáhrif og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í ákvarðanatöku og daglegri starfsemi.
    Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og áherslu Félagsmálaráðuneytisins um kolefnishlutleysi.

Yfirmarkmið

  • Kvikmyndasafnið mun leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og stefnir að því að losun safnsins verði að minnsta kosti 40 % minni 2030 en hún var 2019. Einnig mun safnið kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2021.

Umfang

  • Stefnan tekur til allrar starfsemi safnsins, allt frá ferðamáta starfsfólks, aðstöðu, ræstingu húsnæðis, til verklegra framkvæmda. Hún á einnig við um innkaup, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs

Ferðamáti

  • Kvikmyndasafn Íslands útvegar starfsfólki rafmagnshlaupahjól til styttri ferða.
    • Starfsfólki er boðið upp á samgöngusamninga.
    • Þegar pantaðir eru leigu- eða bílaleigubílar eða þegar notast er við hópferðabíla skal óskað eftir vistvænum bílum.
    • Starfsfólk er hvatt til að tileinka sér vistakstur.
    • Halda skal fjarfundi eftir því sem kostur er. Óska skal eftir rafrænni þátttöku í fundum og viðburðum.

Aðstaða

  • Kvikmyndasafn Íslands tryggir aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem hjóla eða ganga til vinnu og hljólastæði eru til fyrirmyndar.
    • Unnið verði að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla á bílastæði Hvaleyrarbrautar 13.

Innkaup

  • Við kaup á aðföngum og þjónustu er tekið tillit til umhverfissjónarmiða og vörur valdar í samræmi við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.

Orkunotkun

  • Sparlega er farið með vatn og orkuauðlindir, látum vatn ekki renna að óþörfu, slökkvum á rafmagnstækjum og ljósum sem eru ekki í notkun.

Efnanotkun og ræstiþjónusta

  • Sparlega er farið með efni og efnanotkun.
    • Ræstiþjónusta er umhverfisvottuð og allar ræstivörur einnig.

Viðhald

  • Við viðhald og úrbætur húsnæðis er miðast við að minnka neikvæð umhverfisáhrif en auka þau jákvæðu.

Úrgangur

  • Úrgangur er flokkaður með viðeigandi hætti og dregið úr sorpi sem fellur til vegna starfsemi safnsins eftir bestu getu.

Eftirfylgni

  • Loftslags- og samgöngustefnu Kvikmyndasafns Íslands skal fylgt eftir með aðgerðaáætlun til eins árs í senn. Í aðgerðaáætluninni eru tilgreindar áherslur og aðgerðir, þeim forgangsraðað og ábyrgðaraðilar tilgreindir. Endurskoða skal stefnuna á þriggja ára fresti eða oftar ef tilefni er til.