Zeiss Lecon

Safnnúmer: Ss 22-2, 2

Zeiss Lecon 35 mm handsnúin sýningavél, framleidd árið 1930. Vélin er ekki gerð fyrir hljóð. Seinna var henni breytt og settur við hana mótor.

Vélin var notuð í Gamla bíói í Vestmannaeyjum fljótlega eftir að hún var framleidd.

Bogi Ó. Sigurðsson, sýningarstjóri í Háskólabíó, varðveitti vélina þegar hún var lögð af og afhenti hana versluninni Filmur og vélar um 1980 þar sem hún var gerð upp af Sigurjóni Jóhannssyni. Bogi tók loforð af Jóhanni V. Sigurjónssyni og Gunnari Eyland stofnenda Filma og véla að vélin færi á Kvikmyndasafn Íslands þegar safnið yrði stofnað og hefði burði til að taka við henni. Fram að þeim tíma var hún til sýnis í Filmur og vélar á Skólavörðustíg og eftir að versluninni var lokað sá Sigurjón Jóhannsson um að varðveita hana.