Victor Model 65-25

Safnnúmer: Sm 07-12, 1

Victor Model 65-25, 16 mm kvikmyndasýningarvél.

Kvikmyndasafnið á fjölmargar 16 mm sýningarvélar af ýmsum gerðum og útfærslum. Vélarnar voru aðallega notaðar af fagmönnum og stofnunum en slíkar vélar voru mikið notaðar í skólum og fyrirtækjum frá um 1950, þegar allt fræðslu- og kynningarefni var á filmu, fram að tíma myndbandsins. 16 mm sýningarvél var til að mynda í hverjum einasta skóla á Íslandi, flestar voru þær frá bandarísku merkjunum Bell & Howell og Kalart Victor og síðar frá japanska merkinu Eiki. Fræðslumyndum var miðlað í gegnum Íslenska fræðslusafnið sem síðar varð að Námsgagnastofnun. Magnari var yfirleitt innbyggður í sýningarvélarnar og fylgdu hátalarar með. Í stærri sölum voru vélarnar þó yfirleitt tengdar hljóðkerfi húsanna. Myndinni var varpað á tjald eða veggi en í skólastofum landsins voru niðurdregin sýningatjöld í flestum stofum. Austurbæjarskóli og Iðnskólinn í Reykjavík voru með sérstakan sýningarsal og þótti Austubæjarskóli með fullkomnustu skólabyggingum í Evrópu og er þar hallandi sýningarsalur (stadium). Í Austurbæjarskóla var notuð Kalart Victor vél en í Iðnskólanum voru þrjár tegundir af sýningarvélum.