Steenbeck klippiborð
Safnnúmer: Ss 13-2, 1
Steenbeck klippiborð fyrir 16 mm filmu. Til að klippa myndefnið var filman klippt með splæsara (límara). Sérstakt límband var síðan lagt yfir skurðinn til að festa filmuna aftur saman. Þegar myndefni var bætt við filmuna kallaðist það innklipp. Tannhjólin og götin á filmunum og perfböndunum gera það að verkum að hægt er að samhæfa hljóð og mynd.
Klippiborðið var upphaflega í eigu Lifandi mynda og var í notkun þar frá um 1982–2000. Lifandi myndir var stofnað af þremur fyrrverandi starfsmönnum RÚV; Erlendi Sveinssyni, fyrrverandi safnstjóra Kvikmyndasafnsins, Þórarni Guðnasyni sem einnig er fyrrverandi safnstjóri Kvikmyndasafnsins og Sigurði Sverri Pálssyni kvikmyndatökumanni. Lifandi myndir gáfu Kvikmyndasafninu tækið 2013 sem nú í notkun á safninu og er því lifandi safngripur.