Standard Beta Ampex
Safnnúmer: Sm 09-12, 1
Standard Beta Ampex upptöku- og afspilunartæki fyrir Betacam spólur. Tækið var tengt við myndbandstökuvél sem tók upp myndefnið og var aðallega notað til upptöku utandyra (ferðatæki).
Tækið var í notkun hjá Plús Film og í eigu Sveins M. Sveinssonar kvikmyndagerðamanns og eiganda Plús Film.