Sony BVH2000PS

Sony Videocorder BVH2000PS upptöku- og afspilunartæki sem tekur upp á tommuspólur. Með tækinu var notað stjórnklippiborð ásamt systurtæki.

Við stjórnklippiborðið voru tengd tvö tommuvídeótæki þar sem hægt var að klippa á milli tækja. Með klippitækinu var spólan klippt og yfirfærð á tóma tommuspólu í hinu vídeótækinu.

Tommuspóla er ein tomma eða 2,5 cm á breidd. Tomman þótti mjög gott vídeóformat og var mikið notuð við sjónvarps- og heimildarmyndagerð á árunum 1985–2000.

Tækið var upprunalega í notkun hjá Myndform en er nú í noktun á Kvikmyndasafni Íslands og er því lifandi safngripur.