Sony U-matic VO-5850

Safnnúmer: Sm 07-14, 2

Sony U-matic VO-5850 upptöku- og afspilunartæki. Notað við myndvinnslu með klippistýriborði og systurtæki.

Klippitæki var notað með U-matic vídeótækjum til að klippa myndefni. Við klippitækið voru tengd tvö vídeótæki þar sem hægt var að klippa á milli tækja. Þegar búið var að taka upp á U-matic spóluna í vídeóvélinni, var spólan tekin úr og sett í vídeótækið. Með klippitækinu var spólan klippt og yfirfærð á tóma spólu í hinu vídeótækinu.

U-matic er ¾″ breitt myndbandsformat. Algengt vinnsluformat í sjónvarpsþáttagerð og við gerð heimildarmynda á árunum 1975 og fram undir 1990.