Sony Betacam afspilunartæki
Sony Betacam Player BVW-15 P afspilunartæki (vídeótæki), notað við myndvinnslu. Var notað með klippistýriborði og systurtæki (upptökutæki).
Klippitæki var notað með Betacam vídeótækjum til að klippa saman myndefni. Við klippitækið voru tengd tvö vídeótæki (Sony Betacam Player BVW-15 P og upptökutæki) þar sem hægt var að klippa á milli tækja. Þegar búið var að taka upp á Betacam spóluna í vídeóvélinni var spólan tekin úr og sett í vídeótækið. Með klippitækinu var spólan klippt og yfirfærð á tóma spólu í hinu vídeótækinu.
Betacam er myndbandsformat sem tók við af U-matic og Tommu í allri vinnslu fyrir sjónvarp og heimildarmyndir. Beta format var notað frá 1985–2000 eða þar um bil.
Tækið var í eigu Hjálmtýs Heiðdal kvikmyndagerðarmanns.