JVC afspilunar- og upptökutæki
Safnnúmer: Sm 11-9, 2
JVC video cassette recorder, afspilunar- og upptökutæki (vídeótæki). Notað með JVC Editing Control Unit og systurtæki.
JVC Editing Control Unit klippitæki var notað með Super VHS vídeótækjum til að klippa saman myndefni. Við klippitækið voru tengd tvö vídeótæki þar sem hægt var að klippa á milli tækja. Þegar búið var að taka upp á Super VHS spóluna í vídeóvélinni var spólan tekin úr og sett í vídeótækið. Með klippitækinu var spólan klippt og yfirfærð á tóma spólu í hinu vídeótækinu.
Tækið var í eigu Þrándar Thoroddsen kvikmyndagerðarmanns og var í notkun í kringum 1990–2000.