JVC klippistjórntæki
Safnnúmer: Sm 11-9, 4
JVC Editing Control Unit klippistjórntæki, notað sem klippitæki með Super VHS vídeótækjum til að klippa myndefnið. Við þetta voru tengd tvö vídeótæki þar sem hægt var að klippa á milli tækjanna. Þegar búið var að taka upp á Super VHS spóluna í vídeóvélinni var spólan tekin úr og sett í vídeótækið. Með klippitækinu var spólan klippt og yfirfærð á tóma spólu í hinu vídeótækinu.
Tækið var í eigu Þrándar Thoroddsen kvikmyndagerðarmanns og var í notkun í kringum 1990–2000.