HK17/600

Safnnúmer: Ss 06-1, 2

HK17/600 35 mm kvikmyndasýningarvél, framleidd í Rússlandi.  Vélin er með tveimur glóðarlömpum og spilar optískt hljóð af filmunni.

Vélin var þægileg í viðhaldi og þótti skemmtilega hönnuð, létt og hreyfanleg og gjarnan kölluð ferðavél.

Vélin er önnur tveggja véla sem sýnt var á í bíósal MÍR (Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna) á Vitastíg 3. Félagið notaði vélarnar til að sýna menningarmyndir frá Ráðstjórnarríkjunum svo sem Stríð og friður. Vélin stóð alla tíð í MÍR og var síðasta sýningarvélin sem MÍR notaði í þeim sal. Þegar MÍR flutti þaðan yfir á Hverfisgötuna gaf félagið Kvikmyndasafninu vélarnar árið 2006 ásamt fleiri tækjum, bíóstólum og varahlutalager. Sams konar vélar voru í rússneska sendiráðinu en safnið á einnig þær vélar.

Talsvert af kynningarefni Ráðstjórnarríkjanna var talsett á íslensku. Merkilegt þótti að efnið var talsett af rússneskum manni sem talaði óaðfinnanlega íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Kvikmyndasafnið á talsvert af efni frá MÍR en stærsta einstaka filmusafn safnsins kemur þaðan.