DeVry ferðasýningarvél
Safnnúmer: Sm 99-2, 1
DeVry, 35 mm ferðasýningarvél í svörtum kassa með magasíni og spólu. Sýningarvélin spilaði optískt hljóð og sýndi 24 ramma á sekúndu á hámark 20 mínútna langri filmu, voru því oftast tvær vélar keyrðar saman.
Ferðasýningarvélin var í eigu hjónanna Sigríðar Björnsdóttur og Eiríks Bjarnasonar á Bóli. Sigríður og Eiríkur ráku bíó í Hótel Ljósbrá í Hveragerði um áratuga skeið. Áður (frá 1945 fram undir 1975) fóru þau ótal ferðir um allt Suðurland með ferðavélar og sýndu fólki bíómyndir frá kvikmyndahúsunum í Reykjavík, oft við erfið skilyrði og í vondum vetrarveðrum. Sigríður var lengi vel eina konan hérlendis með réttindi til almennra kvikmyndasýninga.