Bolex 18-3 DUO
Bolex 18–3 DUO sýningar- og upptökuvél, gerð fyrir Super 8 og Standard 8 mm filmu. Vélin sýnir 3 ramma á sekúndu án þess að blikka ljósinu en þá snerist ljóslokan eins og um 24 ramma væri að ræða en færslubúnaðurinn flutti filmuna aðeins um þrjá ramma á sekúndu. Vélin er sjálfþræðandi en þá þurfti ekki að þræða vélina og var það algengt í seinni tíma vélum. Þótti mjög nett og tæknileg vél.
Bolex sýningarvélar voru í dýrari kantinum og mjög vönduð framleiðsla.
Munurinn á Standard 8 og Super 8 er sá að færslugötin á Super 8 eru minni og því möguleiki á að hafa myndrammann stærri. Super 8 filmur voru yfirleitt í kassettum þannig það þurfti ekki að þræða þær í myrkraherbergi. Passa þurfti að spila ekki Super 8 filmu á standard stillingu en þá eyðilagðist filman.