Bíóstólar
Safnnúmer: Ss 06-1, 10
Bíóstólar, bekkur með 5 stólum, framleiddir af Irwin Seating Company í Bandaríkjunum. Voru gráir á lit upprunalega.
Stólarnir voru upprunalega settir upp í Andrews Theater á Keflavíkurflugvelli í kringum 1970. Um 1985 fóru stólarnir í Sölunefnd varnarliðseigna, þar keypti Ívar H. Jónsson, formaður MÍR, stólana. MÍR menn máluðu þá rauða og settu niður í sínu bíói sem var til húsa á Vitastíg 3, í miðju kalda stríðinu.
Þegar MÍR flutti af Klapparstíg yfir á Hverfisgötuna árið 2006 gaf félagið Kvikmyndasafninu bíóstólana ásamt fleiri tækjum, bíóstólum og varahlutalager félagsins.