
Bíóið er heimatilbúið í þeim skilningi að öll hönnun þess átti sér stað innanhúss enda ekki langt að sækja reynslu og þekkingu. Sigurjón Jóhannsson átti veg og vanda að uppsetningu bíósins en fleiri lögðu hönd á plóginn. Veggir eru þaktir þykkum flauelstjöldum og sætin koma frá MÍR en þau átti safnið í fórum sínum. Skjárinn er smart sjónvarp. Þessi sýningaraðstaða er mikil framför og mun koma sér vel. Sömuleiðis er unnið að því að koma upp stærri sýningaraðstöðu í aðalsal hússins þar sem hafa má kynningar og halda fyrirlestra svo eitthvað sé nefnt.