Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.
Kvikmyndasafnið hefur undanfarið gert mikla tiltekt og stefnt er að því að safnið verði eins skipulögð, hrein og örugg varðveislustofnun og best verður á kosið.