JVC BR-S410E

JVC BR-S410E upptökuvél. Vélin tekur upp bæði hljóð og mynd á super VHS spólur. Myndbandsupptökutækið er innbyggt í tökuvélina.

Það hafði mikil áhrif á starf kvikmyndagerðarmanna þegar upptökutækin fóru að verða sambyggð um 1990. Þá var hægt að taka upp bæði hljóð og mynd á sama tækið en áður þurfti að tengja sérstök hljóðupptökutæki við kvikmyndavélina. Þessi breyting gerði það að verkum að það þurfti ekki sérstakan hljóðmann til að sjá um upptöku á hljóðinu og var kvikmyndatökumaðurinn því mun frjálsari við upptökur.

Super VHS er arftaki VHS spóla. Super VHS formatið bauð ekki upp á jafn góð myndgæði og Betacam og stóðst því ekki samkeppnina. Super VHS varð því ekki langlíft.

Tækið var í eigu Stöðvar 2 og notað í upptökum utandyra.