Liesegang handsnúin kvikmyndasýningarvél
Safnnúmer: Sm 82-3, 2
Liesegang 35 mm handsnúin kvikmyndasýningarvél, framleidd í Dusseldorf í Þýskalandi. Vélin er fest ofan á trékassa. Í trékassanum er móttökuspóla fyrir filmu.
Upprunalegur eigandi er Nýja Ferðabíó.