Nagra 4 – S stereo

Safnnúmer: Sm 09-15, 1

Nagra 4 – S stereo ¼″ segulbandstæki, gert fyrir kvarttommu segulbandsspólur. Tækið gengur fyrir rafhlöðu og lá snúra úr tækinu yfir í hljóðnema.

Tækið var í eigu Sagafilm kvikmyndaframleiðslufyrirtækis og var í notkun á árunum 1980–1990. Sams konar segulbandstæki voru notuð hjá RÚV. Tækið er af tegundinni Nagra og var því kallað ,,Nagratækið“ eða ,,Nagrinn“ af starfsmönnum RÚV. Tækið er fyrirferðarlítið og hannað til þess að geta tekið upp hljóð hvar sem er.

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Opið virka daga
mán. - fim. 10:00 - 16:00
fös. 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023