Ykpauha 5 kvikmyndasýningarvél

Safnnúmer: Sm 11-1, 1

Ykpauha 5, 16 mm rússnesk kvikmyndasýningarvél. Vélin var notuð í bíósal MÍR (Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna). Félagið notaði vélina til að sýna menningarmyndir frá Ráðstjórnarríkjunum svo sem Stríð og friður og fleiri myndir, aðallega fræðslumyndir. Merkið Ykpauha var ekki mikið notað hérlendis nema innan MÍR. Vélin kom á Kvikmyndasafnið ásamt fleiri tækjum, bíóstólum og varahlutalager úr bíósal MÍR árið 2006.  Talsvert af kynningarefni Ráðstjórnarríkjanna var talsett á íslensku. Merkilegt þótti að efnið var talsett af rússneskum manni sem talaði óaðfinnanlega íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Kvikmyndasafnið á talsvert af efni frá MÍR en stærsta einstaka filmusafn safnsins kemur þaðan.