Philips hljóðmagnarasamstæða

Safnnúmer: Ss 22-2, 3

Philips hljóðmagnarasamstæða fyrir optískan og magnetískan segultón með fjórum sjálfstæðum formögnunarrásum. Á vélarnar var settur lesari fyrir segultón, svokallaður penthouse lesari fyrir fjórar rásir.

Magnarasamstæðan var notuð í Gamla Bíói á árunum 1960–1970. Þegar sýna átti Ben-Húr (1959) var farið í að skipta út hljóðkerfi bíósins. Nýja kerfið gat sýnt í stereo eða SVA (Stereo Variable Area), hljóðið kom þá frá hægri, vinstri og miðju ásamt áhrifahátölurum í sal. Þótti þessi tækni bylting í hljóði. Magnarasamstæðan er forveri Dolby Stereo en Dolby byggir á sömu meginreglum um hljóð frá vinstri, miðju, hægri og áhrifahátölurum í sal. Önnur tækni var notuð í Nýja Bíói en þar var notast við Klangfilm magnara.