Siemens 2000

Safnnúmer: Sm 98-2, 4

Siemens 2000 16 mm kvikmyndasýningarvél. Vélin getur spilað bæði filmu og perfband (gatað hljóðband). Filman er þrædd framan á vélina og perfbandið aftan á vélina. Þannig var hægt að nota vélina til að samhæfa hljóðbandið og filmuna eftir klippingu. Einnig var hægt að spila analog hljóð af filmunni sjálfri með optískum og magnetískum tóni. Glóþráðarlampi er í vélinni.

Sýningarvélin var í eigu Magnúsar Jóhannssonar kvikmyndagerðarmanns. Magnús rak Radio raftækjastofuna á Óðinsgötu Magnús og notaði hann vélina til þess að samhæfa hljóð og mynd eftir klippingu filmunnar og hljóðbandsins. Þegar klippingunni var lokið þurfti hann að senda filmuna og hljóðbandið utan til þess að láta setja hljóðið á filmuna. Afraksturinn, að miklu leyti heimildarmyndir, sýndi hann síðan á sýningarvélina vítt og breitt um landið á sjöunda áratugnum.

16 mm sýningarvélar voru algengar á þessum árum en flestar þeirra sýndu eingöngu filmu með analog hljóði á filmunni sjálfri. Þessi týpa þótti mjög flott og í góðum gæðum og var aðeins notuð af kvikmyndagerðarmönnum vegna þess eiginleika hennar að geta spilað bæði filmu og perfband.

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Open weekdays
mon - thu 10:00 - 16:00
fri 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023

Sumarfrí

Kvikmyndasafn Íslands er lokað vegna sumarleyfa í júlí, hægt er að senda erindi inn í gegnum gáttina hér á síðunni, svör við erindum geta tekið nokkra daga.