RCA filmuskanni

Safnnúmer: Ss 07-5, 1

RCA filmuskanni fyrir 16 mm filmur, notaður til þess að yfirfæra kvikmyndafilmur yfir á myndbönd. Skanninn virkaði eins og skanni Sjónvarpsins en var öðruvísi að því leyti að hann spilaði ekki hljóðið af perfbandi. Hljóðið þurfti því að vera á ljóstóni á filmunni sjálfri.

Filmuskanninn var upphaflega notaður í sjónvarpsstöð varnarliðsins, Kananum, á Keflavíkurflugvelli. Var í notkun í kringum 1960–1975. Jón Ingi í Myndbandavinnslunni eignaðist síðar tækið en það var þó aldrei notað þar.

 

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Open weekdays
mon - thu 10:00 - 16:00
fri 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023

Sumarfrí

Kvikmyndasafn Íslands er lokað vegna sumarleyfa í júlí, hægt er að senda erindi inn í gegnum gáttina hér á síðunni, svör við erindum geta tekið nokkra daga.