Marconi filmuskanni fyrir 16 og 35 mm ljóstónsfilmur, notaður til þess að yfirfæra kvikmyndafilmur yfir á myndbönd. Skanninn er línulegur og skilar því ekki inn stafrænu merki. Á tækinu er stjórnborð þar sem hægt var að stýra áferð og litum myndarinnar.
Skanninn var upphaflega notaður í Texta hf. til þess að yfirfæra bíómyndir sem textaðar höfðu verið hjá fyrirtækinu og áttu að fara á myndbandaleigur. Síðar fór tækið í Íslenska myndverið og var notað þar til að færa af filmu yfir á stafrænt form fyrir útsendingar Stöðvar 2.
Mikið af efni frá Kvikmyndasafninu og öðrum var skannað á þetta tæki af Myndbandavinnslunni þangað til tækið bilaði alvarlega. Jón Ingi afhenti Kvikmyndasafninu annað tækið árið 2005. Sigurjón Jóhannsson gerði tækið upp og var það notað til að skanna á Kvikmyndasafninu þar til nýir skannar voru keyptir árið 2007 frá MWA í Þýskalandi. Skanninn er línulegur og uppfyllti því ekki kröfur tímans um myndgæði. Þriðja kynslóð skanna er komin í notkun á safninu í dag en árið 2017 var fjárfest í nýjum skanna af fullkomnustu gerð og er hann í notkun í dag (2020).