DeVry 35 mm

Safnnúmer: Ss 99-2, 2

DeVry 35 mm kvikmyndasýningarvél. Sýningarvélar þessarar gerðar voru framleiddar fyrst um 1935 og spiluðu optískt hljóð af filmu.  Glóþráðarlampi er í vélinni sem var bæði dýr og óhentugur ljósgjafi. Vélin sýndi 24 ramma á sekúndu og hámark 20 mínútna langa filmu. Voru því yfirleitt tvær vélar keyrðar saman.

Vélarnar sýndu á 24 römmum á sekúndu sem er sá hraði sem notaður var til að samhæfa hljóð og mynd. 24 rammar á sekúndu er því hraði filmunnar í gegnum vélina. Ef sýnt var hægar þá hefðu allir orðið dimmraddaðir, ef hefði verið spilað hraðar þá hefðu allir orðið mjög skrækir.

Sýningarvélarnar voru notaðar í bíóinu í Hótel Ljósbrá í Hveragerði og voru í eigu hjónanna Sigríðar Björnsdóttur og Eiríks Bjarnasonar á Bóli þar sem þau ráku umfangsmikla veitingastarfsemi og kvikmyndahús um áratuga skeið. Áður (frá 1945 fram undir 1975) fóru þau ótal ferðir um allt Suðurland með ferðavélar og sýndu fólki bíómyndir frá kvikmyndahúsunum í Reykjavík, oft við erfið skilyrði og í vondum vetrarveðrum. Sigríður var lengi vel eina konan hérlendis með réttindi til almennra kvikmyndasýninga.

Sams konar sýningarvélar voru vinsælar hérlendis og notaðar víða svo sem í Trípolíbíói (síðar fluttar í Tónabíó), Hafnarbíói, og Austurbíói. Ameríski herinn notaði þessar vélar mikið sem var ástæðan fyrir vinsældum þeirra.

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Open weekdays
mon - thu 10:00 - 16:00
fri 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023

Sumarfrí

Kvikmyndasafn Íslands er lokað vegna sumarleyfa í júlí, hægt er að senda erindi inn í gegnum gáttina hér á síðunni, svör við erindum geta tekið nokkra daga.