Ampex 3 CCD vídeómyndavél

Safnnúmer: Sm 09-12, 3

Ampex 3 CCD vídeómyndavél (án linsu). Vélin tók upp hljóð og mynd á Betacam spólu. Hægt var að setja mismunandi linsur á vélina fyrir nærmyndir og fjærmyndir ásamt aðdráttarlinsu.

Vélin var í eigu Sveins M. Sveinssonar, eiganda kvikmyndagerðarfyrirtækins Plús Film og er hún með fyrstu myndbandsupptökutækjum fyrir atvinnumenn sem gerðar voru í ferðaútgáfu. Hægt var að hafa vélina á öxlinni og taka upp á hana hvar sem er. Sjónvarpið fór að nota sambærilegar vélar upp úr 1980 þegar stofnunin hætti að nota filmur og tók myndbönd í notkun.

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Open weekdays
mon - thu 10:00 - 16:00
fri 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023

Sumarfrí

Kvikmyndasafn Íslands er lokað vegna sumarleyfa í júlí, hægt er að senda erindi inn í gegnum gáttina hér á síðunni, svör við erindum geta tekið nokkra daga.