Bolex H-16 Reflex

Safnnúmer: Sm 90-2, 4

Bolex H-16 Reflex, upptrekkt kvikmyndatökuvél.

Fyrstu upptrekktu kvikmyndatökuvélarnar komu á markaðinn um 1930 og tóku þær við af handsnúnum tökuvélum. Með tilkomu þeirra varð bylting í kvikmyndagerð, nú var mun auðveldara að halda réttum hraða og í fyrsta skipti möguleiki á að stilla ljósop og fókus. Í upptrekktum tökuvélum var fjöður sem trekkt var upp með sveif og keyrði gangverkið í vélunum áfram. Þróaðri vélar höfðu þann eiginleika að þær breyttu ekki um hraða út alla upptrekkinguna og stöðvaðist vélin í stað þess að hægja á sér. Ein upptrekking dugði ekki lengi eða í mesta lagi um mínútu í minni gerðum upptökuvéla.

Hvaleyrarbraut 13,
220 Hafnarfjörður
Kt. 530678-0409
Open weekdays
mon - thu 10:00 - 16:00
fri 10:00 - 14:00
Logo Fyrirmyndar stofnun 2023

Sumarfrí

Kvikmyndasafn Íslands er lokað vegna sumarleyfa í júlí, hægt er að senda erindi inn í gegnum gáttina hér á síðunni, svör við erindum geta tekið nokkra daga.